Segir að Kára Stefáns­syni verði seint full­þakkað

„Ég vil segja við Kára Stefáns­son og allt hans fólk, þúsund þakkir fyrir ykkar góða fram­lag til ís­lensku þjóðarinnar!“ Þetta segir Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags­fé­lags Akra­ness.

Við­tal Kast­ljóss við Kára Stefáns­son í gær­kvöldi hefur vakið mikla at­hygli, en þar gagn­rýndi Kári meðal annars að Svan­dís Svavars­dóttir heil­brigðis­ráð­herra hefði ekki minnst á Ís­lenska erfða­greiningu í þakkar­ræðu sinni á síðasta upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í vikunni.

„Það verður að segjast eins og er að Kári Stefáns­son hefur reynst ís­lensku þjóðinni oft á tíðum afar vel,“ segir Vil­hjálmur en Kári gagn­rýndi einnig að ekki hafi verið leitað til fyrir­tækisins um það hvernig best væri að haga skimunum á Kefla­víkur­flug­velli eftir að landið opnar þann 15. júní næst­komandi.

„Eins og öll þjóðin veit þá bauð hann og hans starfs­fólk til að skima fyrir Kórónu­veirunni og nú liggur fyrir að upp undir 80% af öllum skimunum sem áttu sér stað kom frá hans fólki. Það kom fram í þessum Kast­ljós­þætti að kostnaður sem fyrir­tækið lagði til við að skima nemur 3 milljörðum,“ segir Vil­hjálmur sem bætir við að það sé morgun­ljóst að án að­komu Ís­lenskrar erfða­greiningar hefði ekki tekist eins vel til við að vinna bug á veirunni.

Vil­hjálmur bendir á að þetta sé ekki það eina sem Kári Stefáns­son hefur gert fyrir ís­lensku þjóðina. „Ís­lensk erfða­greining gaf ís­lensku þjóðinni já­eindaskanna til notkunar á Land­spítalanum og ef ég man rétt þá nam sá kostnaður á sínum tíma um 1 milljarði.“

Loka­orð Vil­hjálms eru ef­laust orð sem margir geta tekið undir: „Ég vil segja við Kára Stefáns­son og allt hans fólk, þúsund þakkir fyrir ykkar góða fram­lag til ís­lensku þjóðarinnar!“