Sara var djúpt sokkin í sjálfs­hatur - „en svo breyttist allt“ - svona náði hún að vinna sig út úr því

„Þú ert al­ger aumingi, þú ert ljót/ur, feit/ur, þú ert ó­mögu­leg/ur, þér mun mis­takast, aðrir eru að dæma þig, þú ert að segja eitt­hvað vit­laust, gera eitt­hvað vit­laust, hvað er að þér, geturðu aldrei gert neitt rétt, þú ert von­laus … Kannast þú við svona hugsanir?“ skrifar Sara Páls­dóttir í Frétta­blaðinu í dag.

Sara var vel­megandi lög­maður og allt gekk í haginn hjá henni á verald­lega sviðinu en hún sökk síðan í djúpt sjálfs­hatur og undir­lögð sjúk­dómum og verkjum.

„Í mörg ár beitti ég sjálfa mig grimmi­legu and­legu of­beldi með nei­kvæðu sjálfs­niður­rifi og sjálfs­á­sökun. Ég gerði mér enga grein fyrir því hversu skað­legt og vont þetta of­beldi var sem ég beitti sjálfa mig, dag­lega.

Ég var líka rosa­lega veik. Glímdi við fíkni­sjúk­dóm. Sjálfs­h­atrið og fyrir­litningin gerði það að verkum að það var ó­bæri­legt að vera ég. Þar af leiðandi flúði ég sjálfa mig og leitaði í breytt á­stand. Ég glímdi líka við al­var­legan kvíða, ofsa­kvíða, sí­þreytu, vöðva­bólgu og króníska verki,“ skrifar Sara.

„Ég var orðin mjög ör­væntingar­full. Krónísku verkirnir gerðu það að verkum að ég átti orðið mjög erfitt með að klára heilan vinnu­dag. Kl. 12 á há­degi þurfti ég að leggjast niður og hvíla mig, ég var svo þreytt og verkjuð. Ég var ekki orðin þrí­tug.

Ég óttaðist að verða ör­yrki. Að geta ekki fram­fleytt mér og mínum. Ég lifði í stöðugum ótta um að eitt­hvað hræði­legt væri að fara að gerast. Stundum vaknaði ég upp á næturnar með ofsa­kvíða. Því­líkur við­bjóður,“ skrifar Sara.

En svo breyttist allt.

„Í dag hef ég öðlast frelsi frá þessu öllu. Með því að öðlast heil­brigt sam­band við sjálfa mig og læra að stýra hugsunum mínum og líðan minni, hef ég öðlast heil­brigt og stór­kost­legt líf.

Ég er aldrei verkjuð, frjáls frá kvíða, ég elska mig skil­yrðis­laust og hef skipt út nei­kvæða sjálfs­niður­rifinu fyrir já­kvæða sjálfs­upp­byggingu, kær­leika og sjálfs­mildi. Ég er orku­mikil, glöð og þakk­lát alla daga. Þegar ég er búin í vinnunni á ég meira en næga orku eftir til að sinna börnunum, heimilis­verkum, fara út með hundinn. Ég hef yfir­gefið starf mitt sem lög­maður og helgað starf mitt því að hjálpa öðrum að fá frelsi frá kvíða og öðrum nei­kvæðum ein­kennum. Í hverri viku sé ég skjól­stæðinga mína sigra kvíða, þung­lyndi, þreytu og aðra van­líðan. Lykil­skref í það frelsi er að hætta að beita sjálfan sig and­legu of­beldi og fara þess í stað að elska sig skil­yrðis­laust og stunda já­kvæða sjálfs­upp­byggingu,“ skrifar hún.

Sara var ný­lega gestur Ás­dísar Ol­sen í þættinum Undir yfir­borðið þar sem hún fjallar um leiðina til frelsis og hvernig við getum elskað okkur og hætt að brjóta okkur niður.

Í þættinum er farið með á­horf­endur í leidda hug­leiðslu eða dá­leiðslu til að hjálpa fólki að stíga þetta skref.

Þátturinn er að­gengi­legur hér að neðan.

„Fyrir þá sem hafa á­huga á að kynna sér þetta betur er ég með fyrir­lestra og hug­leiðslu til að hjálpa þér að hætta nei­kvæðu sjálfs­niður­rifi inni í Face­book-grúppunni minni Frelsi frá kvíða,“ skrifar Sara.