Sæ­var skrifar opna dag­bók: „Núna sit ég með grátandi að­stand­endur yfir mér að velta fyrir sér hvernig svona getur gerst“

Sæ­var Daníel Kolanda­velu, sem er á fer­tugs­aldri, segist vera að slitna í sundur vegna al­var­legs stoð­kerfis­vanda. Hann liggur uppi í rúmi á hverjum degi á heimili vina sinna í Bryggju­hverfinu. Hann segir heil­brigðis­kerfið hafa brugðist sér og ætlar að leita sér dánar­að­stoðar ef ekkert breytist.

Sæ­var hefur á­kveðið að skrifa opna dag­bók um á­standið og mun Frétta­blaðið birta það reglu­lega.

Hér má sjá brot úr dagbók Sævars:

Kæru vinir.

Mig langar deila með ykkur hug­leiðingu.

Í síðustu viku fór ég og hitti Boga Jóns­son hryggjar­skurð­lækni. Hann stóð sig mjög vel. Tók niður ein­kenni rétt, fór vand­lega yfir söguna frá mínu sjónar­horni, tók við gögnum og sinnti málinu í sam­hengi við al­var­leika þess og aug­ljóst var að hann ætlaði sér að gera sitt ítrasta til að finna lausn.

Hann sam­þykkti einnig að mér yrði leyft að leggja fram kenningu um hvað væri að, og við ræddum laus­lega og opið um hvernig slíkt er gert. Við ræddum einnig um menntunar­mál, röntgenfræði og vanda­mál sem komið hafa upp við röntgen­greiningar á ís­landi, og hina ýmsu hluti.

Ing­veldur hjúkrunar­kona, eða Inga eins og hún vill láta kalla sig, tók á móti okkur og sá um að það væri til kaffi og vatn og að allt gengi vel fyrir sig og var æðis­leg í alla staði.

Heim­sóknin var aug­ljós­lega vel skipu­lögð, búið að taka frá tíma, enginn að flýta sér.

Þetta var í fyrsta skipti sem læknis­heim­sókn stenst saman­burð bæði við al­menna skyn­semi og vísindi í fjögur ár.

Eins á­nægju­legt og það var þá er annað sem mig langar að ræða.

Boga og starfs­fólki land­spítalans er ekki boðið um­hverfi þar sem þau geta sinnt öllum neyðar­til­fellum. Það eru fullt af skurð­stofum lokaðar. Það vantar hús­næði, starfs­fólk, rúm, tíma. Hann reyndi að gera sitt besta meðal allra annarra neyðar­til­fella sá ég, og reyndi koma mér að eftir viku eða tvær fyrir næstu skref í málinu. Honum stóð ekki annað til boða. Ég lendi í smá klípu því það er alls ó­víst það sé tími sem ég hef.

Ég er í neyðar­á­standi. Neyðar­á­stand er þannig að staða þín þarfnast að­hlynningar strax. Neyðar­á­stand er t.d. eins og opið sköflungs­brot, fara úr axlar­lið, fá hjarta­á­fall. Sumt neyðar­á­stand er þannig að þú deyrð ef þú færð ekki að­hlynningu strax. Sumt neyðar­á­stand er þannig að þú mögu­lega deyrð ekki (strax) af því, en þú hlýtur svo mikla ör­kumlun og þjáningar ef ekki er gripið inn í, að slíkt er ó­for­svaran­legt í sið­menntuðum ríkjum.

Þó að týna dil­dónum lengst upp í þitt innra svart­hol drepi þig ekki, þá væri það að sinna ekki slíku fyrr en eftir vikur, mánuði eða ár, í raun ekki rétt­lætan­legt í neinu sam­hengi. Sama gildir um hin ýmsu meiðsl. Neyðar­á­stand þitt myndi ekki minnka þó tíminn liði, heldur versna. Þú værir ófær um að halda á­fram lífi þínu að neinu leiti, og staða þín myndi versna og flækjast með hverjum deginum.

Manneskja sem brýtur illa á sér sköflunginn eða fer úr lið þarfnast að­hlynningar strax. In theory væri kannski hægt að lifa farinn úr lið, en þú værir í þannig á­standi að það myndi varla taka því til lengri tíma litið. Ég er að nota þessar mynd­líkingar því al­mennt hefur fólk ekki hug­mynd um eða skilning á al­var­leika stöðu minnar og þessum minna þekktum á­verkum.

Ég er með á­verka þar sem hryggurinn á mér er slitinn frá mjöðm og á sjö öðrum stöðum. Öll hreyfing skemmir mig meira. Ekki ó­svipað og hand­leggurinn á þér myndi togast útúr öxlinni allt­of langt. Danglaði bara útúr henni og þú þyrftir að halda henni í stað með hinni hendinni þangað til hjálp bærist.

Það er staðan á hryggnum á mér. Hann er rifinn öðru megin frá mjöðminni og er því orðinn tölu­vert lengri þeim megin, það mikið að mjúkvefir eru sí­fellt að rifna meira, ekki ó­líkt því þú myndir vera stöðugt að toga hand­legginn sem er úr axlar­lið stöðugt.

Nú, ef þú prufar að rífa lið­böndin í hryggnum á þér svona muntu komast fljót­lega að því að vegna þyngdar­aflsins sjálfs þá er engin leið fyrir þig að vera til án þess að svæðið togist í sundur.

Að setjast niður veltir mjöðmum og hrygg frá hvort öðru. Leggjast og slaka á, ganga, standa gerir slíkt hið sama. Að sofa gerir það sama. Líkt og þú værir stöðugt að toga hand­legginn sem er úr axlar­liðnum í burt frá líkamanum. Að vera til skemmir líkama minn meira.

Hægt er að lesa færslu Sævars í heild sinni hér.