Rússar æfir yfir „dóna­legum“ orðum Þór­dísar: „Við munum horfa til slíkra við­horfa þegar við eigum í af­skiptum við ís­lensk stjórn­völd.“

Rússneska sendiráðið á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sendiráðið gagnrýnir orðaval Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpunni í gær.

Á ráðstefnunni ræddi Þórdís Kolbrún nýlega heimsókn sína til Úkraínu og baráttuanda úkraínsku þjóðarinnar en á ráðstefnuninni vitnaði hún í skilaboð Úkraínumanna um að rússenski flotinn „mætti fokka sér.“

„Við tókum eftir nýrri áherslu íslenskra embættismanna, sérstaklega þegar kom að dónalegu orðalagi utanríkisráðherrans Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur þegar hún hélt ræðu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpunni 22. mars 2023. Þetta sannar vanhæfni íslenskra embættismanna til að færa rök fyrir afstöðu sinni og til þess að sýna skilning á stöðunni. Við munum horfa til slíkra viðhorfa þegar við eigum í afskiptum við íslensk stjórnvöld,“ kemur fram í yfirlýsingunni.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem rússneska sendiráðið á Íslandi gagnrýnir Þórdísi en rétt fyrir jól gagnrýndi sendiráðið Þórdísi harðlega í pistli eftir viðtal við Þórdísi við Fréttavaktina á Hringbraut.