Rómantík gullaldaráranna svífur yfir á Borginni

Veitingastaðurinn Borg Restaurant opnaði nýverið eftir gagngerar endurbætur þar sem glæsileikinn hefur verið hafður í forgrunni.

Búið er taka allt í gegn innandyra og endurheimta hinn klassíska og glæsilega stíl hússins, sem Jóhannes Jósefsson, byggði árið 1930. Það má með sanni segja að Borgin sé búin að endurheimta glæsileikann og þann anda sem hún á skilið og klæðir hana best. Maturinn er í sama stíl, í anda klassískrar matargerðarlistar þar gamli og nýi tíminn mætast. Fyrir marga er það hrein nostalgía að koma að njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða er metnaðurinn í hávegum hafður hvort sem það er umgjörðin, matargerðina, þjónustuna eða upplifunina sem boðið er upp á.

Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar einvalaliðið sem stendur vaktina og hefur tekið þátt í breytingunum með það að markmiðið að endurvekja þá umgjörð og glæsileika sem áður var. Til að tryggja gestum góða og eftirminnilega upplifun hafa hjónin Jóhann Gunnar Arnarsson bötler og Kristín Ólafsdóttir framreiðslumeistari komið að breytingunum og tekið þátt í útfærslu á þeirra upplifunar sem gestir staðarins munu njóta.

Borgin 2022-05-31 at 09.13.50.png

„Búið er endurnýja og uppfæra salina með það að leiðarljósi að gæta heildarmyndar hússins og gera salina að aðaldjásnum hússins. Þannig erum við að reyna mæta væntingum gestanna, sem hæfir þessu sögufræga húsi. „Art Deco“-stíllinn svífur yfir vötnum og Pálmasalurinn með sínum tignarlegu gluggum út að Austurvelli og Gyllti salurinn aftur orðnir eins og þeir voru á gullaldarárum sínum,“ segir Jóhann.

Kristín á góðar minningar frá námsárum sínum á Borginni á gullaldarárunum en hún hún lærði einmitt þjóninn þar og nýtur þess að vera komin aftur. „Það er svo gaman að sjá að strax erum við komin með fasta hóp viðskiptavina sem koma aftur og aftur alveg eins og í forðum,“ segir Kristín og rifjar upp tímanna á Borginni á námsárunum.

M&H Borgin 2022.jpg

Hinn margverðlaunaði matreiðslumeistari og landsliðskokkur, Hákon Már Örvarsson er yfirkokkurinn í eldhúsinu og á heiðurinn af matseðlinum. „Á matseðlinum má meðal annars finna nokkrar rétti sem voru hér í upphafi og minna á veitingasögu hússins. Við erum að bera fram ljúffenga, fallega og bragðgóða rétti með hugsjón okkar að leiðarljósi, ávallt í anda klassískrar matargerðarlistar. Við berum mikla virðingu fyrir veitingasögu hússins og markmiðið er að endurspegla matargerðinni og þjónustu,“ segir Hákon. Sjöfn fær að upplifa töfrana sem Borg restaurant býður upp á skyggnast bak við tjöldin í eldhúsinu hjá Hákoni.

M&H 31.maí 2022 Borgin.jpg

M&H Humarinn .jpg

Missið ekki af lifandi og skemmtilegri Sjafnar heimsókn á Borg restaurant í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: