Fréttablaðið greinir frá því í dag að dýrasta lausa hótelgistingin sem er í boði í Reykjavík um næstu helgi kosti 800 þúsund krónur. Það er á nýja Edition hótelinu við Reykjavíkurhöfn.
800 króna verðmiðinn á við um tvær nætur.
Um er að ræða 54 fermetra svítu með svefnherbergi og sjávarsýn.
Um svítuna á Edition segir á bókunarvefnum booking.com að þar sé kingsize rúm, flatskjár, kaffivél og míníbar. Einnig sófi á sérstöku setusvæði. Gólfin séu bæði flísalögð og með harðviðarparketi.
Þá er ódýrasti kosturinn á Brim-hóteli í Skipholti. Þar þarf að greiða 63.803 krónur fyrir næturnar tvær. Því er sagt fylgja baðkar eða sturta og klósettpappír. Stærð herbergisins kemur ekki fram en af myndum að dæma er það býsna lítið.
Hægt er að lesa um málið og sjá myndir af herbergjunum á vef Fréttablaðsins.