Ragnar segir margt í gangi sem minnir á að­draganda hrunsins 2008

Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR, segir margt í okkar sam­fé­lagi minna ó­þægi­lega á að­draganda og eftir­mála hrunsins 2008.

Ragnar gerði þetta að um­tals­efni í færslu á Face­book-síðu sinni í vikunni en til­efnið var sýning Óskars­verð­launa­myndarinnar The Big Short á RÚV á laugar­dags­kvöld.

Myndin segir ein­mitt frá að­draganda efna­hags­ham­faranna sem riðu yfir heiminn 2008. Fylgst er með fjár­festum sem veðjuðu gegn banda­ríska hús­næðis­kerfinu á árunum 2006 og 2007 en eins og al­þjóð veit hrundi kerfið árið 2008 með gríðar­legum af­leiðingum um allan heim, meðal annars hér á landi.

Marinó G. Njáls­son, stofn­fé­lagi í Hags­muna­sam­tökum heimilanna, skrifaði pistil um myndina sem Ragnar Þór deildi en í pistli sínum sagðist Marinó horfa á myndina að jafnaði einu sinni á ári.

Í pistli sínum sagði Marinó að margt hefði verið gert frá hruni en eitt hafi þó vantað: Sið­bót. „Ef eitt­hvað er, þá hafa menn for­herst. Þeir sem hafa vald mis­nota það of oft. Eigi þeir pening, þá virðast þeir sýkjast af græðgi. Auðugt fólk virðast aldrei fá nóg, þó það muni ALDREI geta notað allan auð sinn. Og ekki kemur til greina að rétta hlut þeirra verst settu,“ sagði Marinó meðal annars og tók Ragnar Þór undir.

Ragnar Þór sagðist ein­mitt horfa reglu­lega á þessa til­teknu mynd til að minna sig á hversu risa­stórt verk­efnið er sem heimilin og al­menningur standa frammi fyrir. Hann kynntist Marinó árið 2009 þegar þeir voru í hópi fólks úr öllum áttum sem mis­bauð það að­gerðar­leysi stjórn­valda gagn­vart heimilum.

„Eitt af því sem hrunið leiddi af sér var að sterk pólitísk tenging verka­lýðs­hreyfingarinnar við ríkjandi öfl stjórn­málanna raun­gerðist í sögu­legu að­gerðar­leysi og með­virkni sem endaði með skelfi­legum af­leiðingum fyrir heimilin. En líka að fólkið tók málin í sínar hendur, að eigin frum­kvæði. Stofnaði hags­muna­sam­tök, stjórn­mála­flokk, mót­mæltu á Austur­velli og gerðu hallar­byltingar í stærstu stéttar­fé­lögunum,“ segir Ragnar sem bendir að blikur séu mögu­lega á lofti.

„Það er margt að gerast í okkar sam­fé­lagi sem minnir ó­þægi­lega á að­draganda og eftir­mála hrunsins 2008. Á meðan við­vörunar­bjöllur hringja eru stjórn­völd al­gjör­lega sofandi og það sem verra er að það virðist vera með­vitað. Því ekki vantar varnar­orðin. Ég hvet ykkur til að horfa á The Big Short og horfa á hana aftur og aftur. Ég hvet ykkur líka til að lesa allt sem Marinó G. Njáls­son skrifar,“ segir Ragnar Þór í færslu sinni sem má sjá hér að neðan.