Pétur Jóhann biðst af­sökunar: „Það var ekki ætlun mín að særa“

Grín­istinn Pétur Jóhann Sig­fús­son segist ekki hafa ætlað að særa neinn eftir að mynd­band af honum fór sem eldur í sinu.

Sema Erla Serdar, stjórn­mála- og Evrópu­fræðingur og bar­áttu­kona fyrir mann­réttindum, deildi mynd­bandinu á Face­book og sakaði Pétur, Björn Braga og Egil Einars­son fyrir ras­isma en í mynd­bandinu, sem Björn Bragi birti á Snapchat, má sjá þá skemmta sér konung­lega yfir upp­á­tækinu.

Sjá einnig: Sema Erla brjáluð út í Pétur Jóhann, Björn Braga og Egil: „Því­­lík skömm að þessari ó­­­geðs­­legu rasísku hegðun“

„Þessir gaurar eru stór­kost­legt dæmi um for­réttinda­blindu hvíta, mið­aldra karl­mannsins sem trúir því virki­lega að það séu engir for­dómar eða ras­ismi á Ís­landi,“ skrifaði Sema á Face­book og bætti því við að þrátt fyrir að henni þætti ó­þægi­legt að dreifa mynd­bandinu árfam væri það nauð­syn­legt.

Málið vakti mikla reiði og hafa fjöl­margir gagn­rýnt þre­menningana fyrir upp­á­tækið. Þó voru ekki allir sem beindu sinni reiði að Pétri og fé­lögum heldur fékk Sema í kjöl­farið morð­hótanir gegn sér og fjöl­skyldu sinni.

Sjá einnig: Semu bor­ist morð­hót­an­ir í kjöl­far gagn­rýn­i á Pét­ur Jóh­ann, Björn Brag­a og Gillz

Í færslunni sem Pétur birtir á Face­book í dag segir hann að hann sjái eftir málinu. „Elsku þið öll. Myndband sem tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum,“ segir Pétur.

„Ég biðst ein­lægrar af­sökunar á fram­göngu minni í þessu mynd­bandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa. Það er alveg ljóst að ég hef lært af þessu máli og þeirri um­ræðu sem af því hlaust.“