Penninn aug­lýsir Playsta­tion 5 tölvur á 154.900 krónur

Þó nokkrar um­ræður hafa skapast í Face­book-hópnum PlaySta­tion á Ís­landi eftir að Penninn­Ey­munds­son aug­lýsti Playsta­tion 5 tölvur til sölu. Mikill skortur hefur verið á þessum tölvum og hafa mun færri fengið en vilja.

Það sem vekur einna helst at­hygli er verðið á tölvunum en um er að ræða staf­ræna út­gáfu, án geisla­drifs, sem kostar 154.900 krónur sam­kvæmt aug­lýsingunni. Elko selur um­ræddar tölvur á 79.995 krónur eins og Tölvu­tek sem selur vélina 79.990 krónur. Verðið hjá Pennanum er hins vegar tæp­lega 100 prósentum hærra.

Eins og að framan greinir hefur eftir­spurn eftir Playsta­tion 5-leikja­tölvum verið mun meiri en fram­boðið. Hugsan­leg skýring á verðinu er sú að Pennanum hafi á­skotnast vélar frá birgja á hærra verði en gengur og gerist.

Í um­ræðum í um­ræddum hópi bendir einn á það sem mögu­lega skýringu. „Lík­lega hafa þeir keypt hana sjálfir dýru verði frá er­lendum birgja og vilja reyna bjóða hana á háu verði frekar en að sleppa því al­farið. Mundi ekki sjálfur kaupa hana svona dýrt en mögu­lega eru ein­hverjir sem eru til í það.“

Hvað sem því líður þykir sumum nóg um og finnst verðið allt of hátt, sama hvernig á það er litið, og ein­hvers staðar í keðjunni sé til­gangurinn einn að græða eins mikið og hægt er.

„Ég held að þetta sé ljótt 1.apríl gabb,“ segir einn í um­ræðum í þræðinum.

Í Morgun­blaðinu í dag er heil­síðu­aug­lýsing frá PennanumEy­munds­son þar sem fram kemur að að­eins 50 vélar séu í boði. Vélarnar séu að­eins fáan­legar í verslunum fyrir­tækisins í Smára­lind, Kringlunnni og á heima­síðunni, Penninn.is.