Páll Vilhjálmsson bíður eftir að RÚV auglýsi stöðu fréttastjóra

Ríkisútvarpið á enn eftir að auglýsa stöðu fréttastjóra eftir að Rakel Þorbergsdóttir lét af störfum. Heiðar Örn Sigurfinnsson verður starfandi fréttastjóri frá og með 1. janúar og þar til nýr fréttastjóri verður ráðinn. Flestir taka þessu ástandi með mikilli þolinmæði en Páll Vilhjálmsson, kennari og bloggari á MBL, er hins vegar að bíða.

Páll hefur farið mikinn undanfarið í kenningum um ástæður uppsagna hjá RÚV megi rekja til lögreglurannsókna á Samherjamálinu, hefur því verið harðneitað að blaðamenn séu til rannsóknar í tengslum við umfjöllun um Samherja.

Páll, sem kennir fjölmiðlafræði og reglulega er vitnað til skrifa hans í Staksteinum Morgunblaðsins, segir á bloggi sínu að fréttastofa RÚV sé sambærileg Fréttin.is sem rekin er af Margréti Friðriksdóttur.

Grímur nokkur sendi honum atvinnuauglýsingu um fréttamannastöðu þar, svaraði þá Páll:

„Góður, Grímur. Ég er að bíða eftir að þeir auglýsi starf fréttastjóra.“