Páll Óskar varar fólk við: „Alls ekki í fyrsta sinn sem svona gerist“

Tón­listar­maðurinn Páll Óskar Hjálm­týs­son hvetur fylgj­endur sína á Face­book til að smella ekki á skila­boð sem send hafa verið út í hans nafni að undan­förnu.

Páll Óskar segir á Face­book: „Enn og aftur: Feik plat gabb. Ein­hver hálf­viti er að senda fylgj­endum mínum svona svindl skila­boð. Ég vona að þið getið séð í gegnum þetta sjálf og SMELLIÐ ALDREI Á SVONA PÓSTA,“ segir Páll Óskar.

Skila­boðin sem send eru í nafni Páls Óskars eru býsna við­vanings­leg, ef svo má segja, enda ís­lensku­kunn­átta svindlarans ekki upp á marga fiska.

„Ef þið fáið svona sendingar, þá vin­sam­legast til­kynna það með því að smella á REPORT. Bæði skila­boðin sjálf og prófílinn. Því fleiri sem reporta, því meiri von um að þessi feik prófíll verði af­máður og fari fjandans til,“ segir Páll Óskar sem klykkir út með þessum orðum:

„Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem svona gerist, þetta mun ef­laust gerast aftur, og ég vona inni­lega að þið sjáið í gegnum þetta.“

Enn og aftur: Feik plat gabb. Einhver hálfviti er að senda fylgjendum mínum svona svindl skilaboð. Ég vona að þið getið...

Posted by Páll Óskar on Fimmtudagur, 12. nóvember 2020