Páll Magnús­son fagnar 21 árs edrúaf­mæli með mynd af á­fengis­flösku sem gerði honum grikk í den

Páll Magnús­son, for­seti bæjar­stjórnar Vest­manna­eyja, segir frá því í gær­kvöldi að það séu 21 ár síðan hann setti tappann í flöskuna. Hann birtir mynd af víni sem var drukkið hér­lendis á árum áður.

„Þetta er “portúgali” - vökvi sem gerður var ó­dauð­legur í frægu ljóði um Gölla Valda. Harðir drykkju­menn lúðruðu þessu ofan í sig í gamla daga - enda 65% að styrk­leika - þótt þetta hafi bara verið hugsað til út­vortis notkunar. Þessa mynd birti ég til­efni þess að í dag eru liðin 21 ár frá því að ég hætti að drekka á­fengi. Annars hefði kannski ekki verið svona mikið eftir í flöskunni,“ skrifar Páll.