Opin sam­veru­stund fyrir að­stand­endur í Digra­nes­kirkju

Að­stand­endur Stefáns Arnars Gunnars­sonar, sem ekkert hefur spurst til í þrjár vikur munu koma saman í Digra­nes­kirkju á morgun, föstu­daginn 24. mars til að senda honum hlýja strauma, ljós og birtu.

Stefán Arnar hvarf spor­laust 2.mars síðast­liðinn en lög­reglan lýsti eftir honum daginn eftir. Björgunar­sveitir gerðu hlé á leitinni 17. Mars þar sem engar nýjar vís­bendingar höfðu komið fram.

Sam­veru­­stund­in í Digra­nes­­kirkju hefst klukk­an 17 og er opin og verður leidd af séra Al­freð Erni Finns­­syni. All­ir sem vilja sýna sam­hug vel­komn­ir.

Jón Óðinn Wa­age, æsku­vinur Stefáns Arnars Gunnars­­sonar skrifaði á dögunum hjart­­næman pistill um vin sinn á dögunum. Hægt er að lesa pistilinn hér.