Ólafur hjólar í borgar­stjórn: „Hversu hægt vinnur þetta borgar­kerfi eigin­lega?“

Ólafur Stephen­sen fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda bendir á vand­ræða­lega stað­reynd á Face­book síðu sinni en eftir öll fögru lof­orðin um stuðning við Úkraínu hefur Reykja­víkur­borg ekkert gert.

„Hinn 27. apríl, eftir nokkurra vikna vand­ræða­gang, sam­þykkti um­hverfis- og skipu­lags­ráð Reykja­víkur að nefna þetta litla torg á gatna­mótum Garða­strætis og Tún­götu, þar sem Rúss­land starf­rækir sendi­ráðs­byggingar sínar, til að „senda skýr skila­boð um stuðning við úkraínsku þjóðina,“ skrifar Ólafur.

„Torgið var nefnt Kænu­garður / Kýiv-torg. Sama dag var um­hverfis- og skipu­lags­sviði borgarinnar falið að „hefja undir­búning að gerð skiltis fyrir torgið“. Nú, þremur mánuðum síðar, er ekkert skilti og engin merki um þá sam­stöðu sem Reyk­víkingar hugðust sýna Úkraínu.“

„Hversu hægt vinnur þetta borgar­kerfi eigin­lega? Svo er annað mál að sam­stöðu­táknið mætti verða sýni­legra en venju­legt skilti. Bezt væri ef fáni Úkraínu fengi að blakta á Kýiv-torgi dag og nótt, upp­lýstur þegar dimmt væri. Það færi þá ekki fram­hjá full­trúum stríðs­glæpa­mannanna í Kreml þegar þeir mættu í vinnuna með hverjum Reyk­víkingar standa. Einar Þor­steins­son, er ekki hægt að treysta þér til að ganga í að
klára þetta mál þannig að sómi sé að?“ spyr Ólafur að lokum