Ó­hugnan­legt mynd­band af stungu­á­rásinni - hættu ekki þótt mennirnir lágu í góflinu

Mynd­bands­­upp­­­taka af stungu­á­­rásinni á Banka­­stræti Club er nú í dreifingu á sam­­fé­lags­­miðlum. Frétta­blaðiðhefur mynd­bandið undir höndum en telur ekki rétt að birta það að svo stöddu.

Á mynd­bandinu sést hvernig fjöl­margir grímu­­klæddir ein­staklingar ráðast inn í VIP-her­bergið á Banka­­stræti Club og hlaupa að þremur ein­stak­lingnum. Eins og greint hefur verið frá í fjöl­­miðlum réðust um 27 manns á þrjá menn um tví­­tugt og stungu þá marg­­sinnis.

Mennirnir þrír reyna að verjast þeim með hnefum en það sést greini­­lega í mynd­bandinu hvernig mennirnir ráðast að þeim með egg­vopnum. Einn liggur illa særður við inn­­ganginn á her­berginu á meðan mennirnir hópast allir á hina tvo.

Mennirnir eru með lamb­hús­hettur og co­vid-grímur. Þeir ganga harka­­lega og hratt að þeim. Það tekur á­rásar­­mennina um 46 sekúndur að ryðjast inn berja og stinga mennina og yfir­­­gefa her­bergið.

Í fyrra hluta myndbandsins má sjá árásarmennina ryðjast niður stigann.

Fréttablaðið/skjáskot

Lög­reglan á höfuð­­borgar­­svæðinu mun leggja fram kröfu um gæslu­varð­hald yfir tveimur ein­stak­lingum til við­bótar við þá tólf sem sitja í gæslu­varð­haldi vegna stungu­á­rásarinnar á Banka­­stræti Club síðustu helgi. Þetta stað­­festi Margeir Sveins­­son, að­­stoðar­yfir­­lög­­reglu­­þjónn lög­­reglunnar á höfuð­­borgar­­svæðinu.

Margeir segir rann­­sóknina á á­­rásinni sjálfri miða vel. „At­vik málsins eru ekki enn skýr í heildina, þó við séum búin að ná þokka­­lega vel utan um á­­rásina sem slíka. Við erum komin með obbann af þessum mönnum í hús sem tóku þátt í þessu, þó ein­hverjir séu eftir. Hins vegar á eftir að skoða for­­söguna og á­­stæðu þess að þessi árás var gerð,“ segir Margeir.

Fréttablaðið/skjáskot
Fréttablaðið/skjáskot
Fréttablaðið/skjáskot