DV birti í dag fremur ógeðfellt myndband sem tekið er af Subway-bát sem keyptur var í útibúi staðarins í Skeifunni.
Á myndbandinu sést skordýr skríða úr Subway-bátnum, en Vilhjálmur Sveinn Magnússon, rekstrarstjóri Subway á Íslandi, staðfestir að paddan hafi fundist í báti frá fyrirtækinu.
Hann segir að skordýr hafi verið í salatinu, en ekki er vitað hvers konar pöddu sé um að ræða.
„Þetta er mjög leiðinlegt mál, sérstaklega af því þetta fór alla leið til viðskiptavinar, það er mjög leiðinlegt. En viðskiptavinurinn sagði okkur strax frá þessu á staðnum þannig við gátum brugðist við þessu strax þar.“ segir hann.
Myndbandið af atvikinu hefur verið í milli dreifingu, en það má sjá á vef DV.