Nýr matseðill með sumarlegu ívafi úr matarkistu Norðurlands

Í byrjun sumars leit nýr matseðill dagsins ljós sem nýi yfirkokkurinn, Sindri Freyr á heiðurinn af. Sindri Freyr og veitingastjórinn Sesselía Agnes Ingvarsdóttir, hafa unnið saman að nýjum víns- og kokteilaseðli með sumarlegu ívafi ásamt fleiri skemmtilegum nýjungum þar sem vín er parað með mat.

„Við fórum út í að létta allt yfirbragð á matseðlinum og vera meira með ferskmeti og leyfa brögðunum að njóta sín,“ segir Sindri Freyr sem hefur sett sitt fingrafar á matseðilinn. „Við reynum að nýta hráefnið úr sveitunum, Norðurlandið er hrein matarkista og ótrúlega gróska sem fram fer í nærsveitum Akureyrar.

Sindri Freyr og Sesselía

„Við leggjum áherslu á að vera með íslenskt hráefni í drykkjunum og fjölbreytnin er mikil,“ segir Sesselía og er afar stolt af nýja vín- og kokteilaseðli veitingastaðarins. Útisvæðið nýtur mikilla vinsælda og nú hefur þjónustan á útisvæðinu verið stóraukin og hægt verður að kaupa drykkina þar auk þess sem hægt er að panta matarkræsingar út.

Sjöfn fær þau Sindra og Sesselíu til að svipta hulunni af því sem staðurinn býður upp á í sumar og sjálfsögðu er farið í eldhúsið. Sindri töfra meðal annars fram sumarlegasta réttinn þeirra sem er forréttur og framreiðir íslenska lambið í aðalrétt á nýstárlegan og skemmtilegan hátt þar brögðin leika listir sínar.

IMG_9671.jpg

IMG_9674.jpg

Sælkeraheimsókn Sjafnar á veitingastaðinn Aurora á Akureyri í þættinum Matur og heimili í kvöld klukkan 21.00 á Hringbraut. Athugið breytan sýningartíma.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: