Mynd­band: Rikki G las veður­fréttir af inn­lifun – „Það er að verða hér BLIND­HRÍÐ!“

Afar skemmti­legt at­vik kom upp í leik Víkings og Vals á Stöð 2 Sport í gær þegar Rík­harð Óskar Guðna­son, Rikki G, var að lýsa leiknum.

Það brá mörgum þegar það fór að snjóa en svo virðist sem engum hafi brugðið jafn mikið og Rikka. Honum til varnar voru Vals­menn að smella boltanum inn í teig Víkings þegar hann á­kvað að fara lýsa veðrinu og hefur það lík­legast haft á­hrif.

Sjón er sögu ríkari.