Myndband dagsins: „Tesla við íslenskar aðstæður“

Mikill vatnselgur hefur verið á götum borgarinnar í morgun sem gert hefur ökumönnum lífið leitt. Það getur því verið taugatrekkjandi að vera Teslu-eigandi á dögum sem þessum þar sem dæmi eru um að rafhlaðan geti orðið fyrir vatnsskemmdum þegar ekið er ofan í djúpa polla.

Almannatengillinn Örn Úlfar Sævarsson birti myndband á Twitter í morgun af Teslu-bifreið sem ekur í gegnum mikinn vatnselg við Glæsibæ. „Tesla við íslenskar aðstæður,“ segir Örn Úlfar en eins og sjá má fór Teslan nokkuð auðveldlega í gegnum pollinn.