Mynd dagsins: Rotta á fleygiferð í Reykjavík

Það er ekkert leyndarmál að rottur búa í Reykjavík rétt eins og kakkalakkar og önnur miður geðsleg kvikindi.

Þórdís Gísladóttir rithöfundur birti mynd á Twitter-síðu sinni í gær af rottu sem virðist vera á harðahlaupum í miðborginni.

„Reykjavík rottuvík. Ég hef séð óteljandi margar rottur á höfuðborgarsvæðinu á minni löngu og stormasömu ævi. Þetta er krúttrotta dagsins,“ segir Þórdís við myndina sem má sjá hér að neðan.

Einn af fylgjendum Þórdísar segist aldrei sjá rottur og það sé svindl.

„Rottur, narsisssistar, refir, minkar, dópsalar … það gildir það eitt um þessi fyrirbæri að þarf bara að læra í eitt skipti fyrir öll að beita sínu vakandi auga og eftir það er allt morandi,“ svarar Þórdís að bragði.