Mynd dagsins: „Komið krakkar, við skulum öll hjóla í vinnuna, þá verður ekki svona mikil um­ferð“

Örvar Stein­gríms­son, hjóla og göngu­garpur, á mynd dagsins í dag en hann reyndi að hjóla í vinnuna í morgun þrátt fyrir ó­veður.

Það fór ekki betur en svo en að hann lenti í miklum snjó þar sem ekki búið er að ryðja göngu og hjóla­stíga í borginni.

„Komið krakkar, við skulum öll hjóla í vinnuna, þá verður ekki svona mikil um­ferð,“ skrifar Örvar.