Mynd dagsins: Íbúðir í Dunhaga seljast illa - Auður spyr hvort þetta sé vandamálið

Það fer ekki framhjá neinum að fasteignamarkaðurinn hefur verið talsvert kaldur að undanförnu og spila þar háir stýrivextir og mikil verðbólga sinn þátt.

Að undanförnu hafa verið auglýstar til sölu íbúðir á Dunhaga, besta stað í Reykjavík, og er enn talsverður fjöldi íbúða til sölu. Eins og gengur og gerist er verðið allskonar; 45 fermetra íbúð með einu svefnherbergi kostar 48,9 milljónir króna á meðan 94 fermetra íbúð með þremur svefnherbergjum kostar 99,9 milljónir.

Fasteignaauglýsingar vegna Dunhaga hafa vakið athygli netverja á Twitter og birti Auður Kolbrá mynd úr einni íbúðinni og spurði áleitinnar spurningar:

„Ótrúlegt hvað þessar Dunhaga íbúðir seljast illa - ég meina, hver vill ekki borga 100 milljónir fyrir fimm eldhússkápa?“