Mynd dagsins: Drykkfelldur Íslendingur óskar eftir vinnu árið 1971

Mynd dagsins að þessu sinni birti fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson á Facebook-síðu sinni. Þar gefur að líta smáauglýsingu sem birtist í Vísi í nóvember árið 1971 og er óhætt að segja að þar sé hreinskilinn maður á ferð.

Auglýsingin er svona:

„Drykkfelldur maður, ófær til átakavinnu, en vanur mörgu öðru, óskar eftir vel launuðu framtíðarstarfi. Reglusemi kæmi til greina. Tilboð merkt „hreinskilni“ sendist blaðinu.“

Björn Ingi deilir þessari auglýsingu einmitt með þessum orðum: „Hreinskilni dagsins.“