Mynd dagsins: 37 ís­lensk orð yfir ölvun frá árinu 1933

Mynd dagsins að þessu sinni er úr tíma­ritinu Stormi sem birtist í apríl­mánuði árið 1933. Blaðið var þá með um­fjöllun um á­fengis­laga­frum­varp sem lá fyrir Al­þingi á sínum tíma – frum­varp sem mjög skiptar skoðanir voru um.

Af því til­efni tók blaðið saman lista yfir mis­munandi stig, sem menn komast á, þegar þeir neyta á­fengis. „Er skrá þessi samin af þrem mönnum, sem kunna góð skil á þessum hlutum og hafa nokkra per­sónu­lega reynslu, en það skal tekið fram, að hann er saminn í flýgi, og má því vafa­laust „complet­tera“ hann,“ segir í grein blaðsins.

Ó­hætt er að segja að enn þann dag í dag séu mörg orð á listanum í notkun á meðan önnur hafa fallið í gleymskunnar dá. Þarna má finna kunnug­leg orð eins og blekaður, hí­vaður og pöddu­fullur. Orð eins og Mold­fullur, svinkaður og stjörnu­fullur eru þó minna á­berandi.

Fyrst var bent á þennan skemmti­lega lista í Face­book-hópnum Hópurinn þar sem öll eru mið­aldra.