Tónlistarmaðurinn Mugison hefur beitt sér fyrir því að Magnús Eiríksson, tónlistarmaður, fái heiðurslaun listamanna.
„Ef þú þekkir einhvern sem er í nefndinni sem úthlutar Heiðurslaunum Listamanna þá langar mig að biðja þig um að sannfæra viðkomandi um að Maggi Eiríks verði valinn núna,“ skrifar Mugison á Facebook.
„Hann er ekki bara besti laga- og textahöfundur Íslands heldur er hann líka geggjað fyndinn og töff gaur. Hann er orðinn 76 ára gamall og er enn að semja á fullu.“
Hann hefur sent erindi á mennta-og menningarmálaráðuneytið, hvetur hann almenning til að setja þrýsting á stjórnmálamenn:
„Mig langar að biðja þig/þjóðina um að senda póst á þann stjórnmálamann sem þú fílar mest og saman getum beitt nefndina þrýstingi og heiðrað hann Magga og þannig þakkað fyrir perlurnar sem hann hefur gefið okkur.“