Móðir á sjötugsaldri sem varð fyrir árás af hendi sonar síns opnar sig um málið í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað,“ segir konan um málið, en fyrr í þessum mánuði sonurinn tveggja ára fangelsisdóm vegna málsins sem og annarra brota.
Árásin átti sér stað tveimur dögum eftir andlát eiginmanns konunnar og föður sonarins. Ágreiningsmálið var jarðarför föðursins, en sonurinn virðist hafa brjálast vegna fyrirhugaðrar bálfarar hans.
„Eitt högg í viðbót og búmm, ég hefði dáið,“ segir móðirin, sem óttaðist dauðan þegar árásin átti sér stað.
„Ég ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur,“ segir hún. „Það eru allir hræddir við hann. Það eru allir í blokkinni hræddir við hann. Ég er drulluhrædd við hann.“
Hægt er að lesa nánar um málið á vef Fréttablaðsins.