Margir minnast Gylfa Bergmann: „Framtíðin var svo björt“ – „Var bara rangur maður á röngum stað“

Líkt og greint var frá í gær var það Gylfi Bergmann Heimisson sem lést í kjölfar árásar í Barðavogi um helgina.

Í kjölfar dánarfregnanna hafa margir skrifað falleg minningaroð og kveðjur til Gylfa. Einhver þeirra hafa birst opinberlega á Facebook.

„Hvíldu í frið elsku Gylfi. Ég elska þig.“ skrifar til að mynda einn og annar: „Guð geymi þig elsku fallegi Gylfi Bergmann. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til aðstandenda og fjölskyldu,“

Í einum fallegum minningarorðum segir að Gylfi hafi hreinlega verið rangur maður á röngum stað, og það hafi valdið umræddum harmleik.

„Hvernig má það vera að það voru engin úrræði, er í alvörunni ekkert úrræði fyrir þessi skrímsli sem ganga laus og OFT búið að kvarta yfir? Gylfi var bara rangur maður á röngum stað og nú eru fjögur börn sem hafa misst föður sinn í blóma lífsins og eitt barnið of ungt til að muna,

Elsku Gylfi Bergmann Heimisson takk fyrir það liðna og fyrir síðasta spjallið sem við áttum ekki fyrir svo löngu, framtíðin var svo björt. Hugur minn er hjá aðstandendum,“

Í einni stuttri en fallegri kveðju segir síðan: „Þvílíkt topp og eðalmenni sem þú varst elsku Gylfi Bergmann. Þín verður sárt saknað.“