Lagt verður af stað í hinn svonefnda Toyrun rúnt í fyrramálið, 17.júní og stendur hann yfir framyfir helgi. Ferðin til styrktar Pieta samtökunum.
„Við þekkjum þetta allir, þetta er málefni sem snertir alla“, segir Gylfi Gylfi Hauksson forsvarsmaður Toyrun Iceland sem kíkti við í þáttinn 21 ásamt Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóri Píeta. „Þetta greip okkur alla“, segir Gylfi en hjólahópurinn hefur undanfarin tvö ár farið í túra til styrktar brýnum málefnum, “Það er ljúft hjarta á bak við blekið hjá okkur“.
Toyrun Iceland er mótorhjólahópur sem hjólar til styrktar góðgerðamálum og byrjaði í Bandaríkjunum, hjartahlýir mótorhjólamenn hófu að safna gjöfum fyrir börn fyrir jólin.
Píeta samtökin eru vel kynnt landsmönnum en þau hófu að sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur, fólki að kostnaðarlausu árið 2018.
Hér á landi eru framin um kringum 50 sjálfsvíg á ári, eitt á viku að meðaltali. Aðspurð hvort Ísland skeri sig eitthvað úr miðað við nágrannaþjóðir í Evrópu segir Kristín svo vera og hlutfallslega sé fjöldi sjálfvíga næstmestur hér á eftir Litháen. „Mín sannfæring er sú að með tilkomu Pieta samtakanna hafi komið nýr vinkill á umræðuna og þá hjálp sem þarf“, segir Kristín og að stofnandi Pieta, sem er víðar en á Íslandi, sé írsk kona sem misstir systur sína vegna sjálfsvígs og fann ekki neinn staði til að fara í gegnum reynsluna án þess að vera t.d. sjúkdómsvædd eða dæmt að einhverju leyti.
Hjólahópurinn leggur í hann í fyrramálið og stefnir til Akureyrar og þaðan til Seyðisfjarðar, síðan í Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð og svo upp á Egilsstaði þár er kominn laugardagur og þá segir Gylfa enn óráðið hvaða leið verður farin áfram en síðasta gisting verði þó örugglega í Skagafirðinum.
Pieta á Íslandi er með gott teymi fagfólks svo ráðgjöf og stuðningur er einnig af þeim toga en líka í að finna kannski annað fólk í sömu stöðu. Samtökin starfa með leyfi Landslæknis sem heilbrigðisstofnun en eru þó ekki á fjárlögum og því þarf stöðugt að safna fyrir þjónustunni sem mikil þörf er á.
Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík og getur fólk í vanlíðan eða aðstandendur haft samband. Síminn hjá samtökunum er 552 2218 og í lok mánaðarins verður opið allan sólarhringinn en þangað til frá 8 til 16 og vefspjall er á vefsíðunni pieta.is.