Magnea Hrönn Örvarsdóttir fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára gömul. Mbl.is greindi fyrst frá.
Á sínum yngri árum starfaði Magnea sem blaðamaður, og vann á miðlunum Heimsmynd og Nýtt líf.
Síðustu ár barðist hún fyrir úrræðum handa heimilislausum, en áfengis- og vímuefnafíkn hafði mikil áhrif á líf Magneu.
Þónokkrir hafa minnst Magneu á Facebook í dag, en þar má nefna fjölmiðlamanninn Egill Helgason.
„Magnea Hrönn Örvarsdóttir varð fórnarlamb óstjórnlegrar fíknar sem nú hefur dregið hana til dauða fyrir aldur fram. Fyrir okkur vini hennar var líf hennar í seinni tíð óskiljanlegur harmleikur, hvað var það sem gekk á alla þessa daga og allar þessar nætur? Og símtölin sem eftir á að hyggja voru kannski frekar ákall um einhvers konar viðurkenningu en hjálp. En ég ætla að muna fallegu, gáfuðu og skemmtilegu stelpuna sem ég kynntist fyrir 30 árum og ég gat ekki annað en hrifist af. Ég sakna hennar.“ skrifar Egill.