Maggi Peran birtir mánaðar­legu af­borgun sína eftir vaxta­hækkanir: „Þakka þér Herra Ás­geir Jóns­son“

Magnús Guð­munds­son, eða Maggi Peran, sem mörgum ætti að vera kunnugur af sjón­varps­skjánum í kringum Amerískan fót­bolta birti í dag myndir af af­borgununum af hús­láninu sínu.

Greint var frá því í morgun að peninga­stefnu­nefnd bankans hefði hækkað vextina um eitt prósent og eru stýri­vextir því komnir í 7,5 prósent.

„Efna­hags­lífið er sjóðandi heitt. Seðla­bankanum ber að bregðast við og mun gera það,“ sagði Ás­geir Jóns­son seðla­banka­stjóri meðal annars þegar hann kynnti á­kvörðun peninga­stefnu­nefndar um tólftu stýri­vaxta­hækkunina

„Fyrir hönd við­­skipta­vina með breyti­­lega vexti á ó­­verð­­tryggðu láni vil ég þakka þér Herra Ás­­geir Jóns­­son. Kjara­­samnings­lotan í haust mun verða þung. Allt undir 25% launa­hækkun er ekki í boði,“ skrifar Maggi.

Greiðslurnar má sjá hér að neðan.