Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sendir Björn Jón Bragasyni, sagnfræðingi pillu á samfélagsmiðlinum Twitter vegna frétta af orðnotkun hans í tímum hans í Verslunarskólanum.
Fréttablaðið greindi á dögunum frá því að nemendur Versló hefðu kvartað vegna óviðeigandi orðnotkun Björns í kennslustund. Björn er sagður hafa notað niðrandi orð yfir fólk af svörtum uppruna í lögfræðitíma nemenda á lokaári.
Í frétt blaðsins segir að í kennslunni hafi verið rætt að í bandarískri umræðu væri þetta orð ekki notað. Björn Jón segir við blaðið að hann hafi bent nemendum á að það væri ekki bannað að nefna orð í umræðu á Íslandi, orðið væri ekki bannað sem slíkt en að hann vildi ekki móðga neinn. Hann myndi því ekki nota orðið.
,,Þetta kom mér að óvart og þetta sýnir kannski líka að nemendur eru þá undir áhrifum af amerískri umfjöllun sem ég kannski fylgist ekki með,‘‘ sagði Björn.
Nemendur sögðu hann hafa notað orðið ítrekað ásamt því að segja að þau þyrfti að hætta vera svona viðkvæm gagnvart þessu orði. „Ég átti mjög gott spjall með þessum bekk í morgun þar sem við fórum mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Björn Jón við Fréttablaðið og taldi málinu lokið.
Logi Pedro sendir Birni pillu vegna málsins á Twitter. „Þegar menn bara geta ekki setið á sér. I see you,“ skrifar hann og merkir Björn og lætur fylgja með trúðabroskall.
Þegar menn bara geta ekki setið á sér. I see you @BjBragason 🤡https://t.co/PXgmiLruBY
— Logi Pedro (@logipedro101) September 7, 2021