Logi Pedro við Björn Jón: „I see you“

Tón­listar­maðurinn Logi Pedro sendir Björn Jón Braga­syni, sagn­fræðingi pillu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter vegna frétta af orð­notkun hans í tímum hans í Verslunar­skólanum.

Frétta­blaðið greindi á dögunum frá því að nem­endur Versló hefðu kvartað vegna ó­við­eig­andi orð­notkun Björns í kennslu­stund. Björn er sagður hafa notað niðrandi orð yfir fólk af svörtum upp­­runa í lög­­fræði­­tíma nem­enda á loka­ári.

Í frétt blaðsins segir að í kennslunni hafi verið rætt að í banda­rískri um­­ræðu væri þetta orð ekki notað. Björn Jón segir við blaðið að hann hafi bent nem­endum á að það væri ekki bannað að nefna orð í um­­ræðu á Ís­landi, orðið væri ekki bannað sem slíkt en að hann vildi ekki móðga neinn. Hann myndi því ekki nota orðið.

,,Þetta kom mér að ó­­vart og þetta sýnir kannski líka að nem­endur eru þá undir á­hrifum af amerískri um­­fjöllun sem ég kannski fylgist ekki með,‘‘ sagði Björn.

Nem­endur sögðu hann hafa notað orðið í­trekað á­­samt því að segja að þau þyrfti að hætta vera svona við­­kvæm gagn­vart þessu orði. „Ég átti mjög gott spjall með þessum bekk í morgun þar sem við fórum mjög vand­­lega yfir þetta,“ sagði Björn Jón við Frétta­blaðið og taldi málinu lokið.

Logi Pedro sendir Birni pillu vegna málsins á Twitter. „Þegar menn bara geta ekki setið á sér. I see you,“ skrifar hann og merkir Björn og lætur fylgja með trúða­bros­kall.