Litríki og fjölhæfi listakokkurinn á Hótel Flatey

Friðgeir Trausti Helgason matreiðslumeistarinn á Hótel Flatey hefur töfrað fram sælkerakræsingar ofan í matargesti í sumar úr besta fáanlega hráefni sem völ er á úr Breiðafirðinum að hverju sinni. Eyjan Flatey í Breiðafirði er þekkt fyrir að vera matarkista og það má með sanni segja að hótelgestir hafi fengið að njóta hennar og töfrar eldhússins síðustu vikur og mánuði.

Matreiddi á bestu veitingahúsum New Orleans

Friðgeir, sem að alla jafna kallaður Geiri er upphaflega úr Vestmanneyjum enn flutti þaðan eins og margir 23.janúar 1973. „Ég ólst upp í Breiðholti, í póstnúmeri 111 sem er þetta eina og sanna Breiðholt. Ég eyddi síðan unglingsárunum í Vesturbænum. Síðan lagðið ég land undir fót og flutti til Los Angeles á aðfangadag árið 1986. Síðan lá leiðin til New Orleans borgar en þar lærði ég að matreiða á bestu veitingahúsum New Orleans borgar.“ Geiri bjó í þar í 16 ár og starfaði sem kokkur allan þann tímann. „Núna bý ég í fjöllunum fyrir ofan LA í einu fallegasta hverfi Kaliforníu Altadena.“ Geira er margt til lista lagt, hann er ekki bara afburðar kokkur og snillingur að bera fram ýmis konar sælkerarétta heldur er hann líka ljósmyndari. Hann er einstakur listamaður bak við linsuna og myndirnar hans bera þess glöggt merki. „Ég tek mikið af ljósmyndum og hef haldið nokkrar einkasýningar. Enn ljósmyndun og reyndar öll list er mitt aðal áhugamál.“

M&H Friðgeir Trausti Helgason Flatey 2

Friðgeir Trausti Helgason matreiðslumeistari nýtur þess að elda úr ferskur sjávarfangi úr Breiðafirðinum og unnir sér vel út í eyju./Ljósmyndir aðsendar.

Ferskt sjávarfang og hráefni úr hreinni náttúrunni

Aðspurður segir Geiri að það sé ákveðin upplifun að vera kokkur út í Flatey. „Það er mjög áhugavert að vera kokkur á stað eins og Hótel Flatey. Það er að sjálfsögðu talsvert flóknara enn að vera að matreiða upp á landi. Maður hleypur til að mynda ekki út í Bónus ef eithvað vantar þegar að vörurnar koma með Baldri ferjunni okkar. En Baldur kemur hingað út í eyju einu sinni á dag frá Stykkishólmi.“ Geiri segir jafnframt að það sé mikill munur á því að vera í stórborg og lítill eyju, það sé gjörólíkt og allt annar lífstíll. „Ég bý í 18 milljón manna borg og að koma þaðan og vera síðan á einangraðri i eyju með 25 húsum sem öll hafa nafn er mjög sérstakt. Þó að ég vinni stanslaust alla daga sem ég er á eyjunni næ ég samt að kúpla mig vel út. Tíminn er gjörsamlega afstæður hérna. Ég nota mikið hráefni í matinn minn úr náttúrunni og nærumhverfinu. Ferskt sjávarfang, þara og jurtir sem vaxa á eyjunni. Enn svo blæða inn áhrifin frá bæði New Orleans og Los Angeles.“

Skemmtilegasta að elda sálarmat

Geiri er reynslumikill kokkur og nýtur sín í starfinu. „Þó að bakgrunnurinn sé úr fínustu veitingahúsum New Orleans og Los Angeles finnst mér skemmtilegast að elda svokallaðan Soulfood eða sálarmat sem er maturinn sem svertingjarnir í Suðuríkjunum elda. Og síðan er það Tacos og annar spennandi street food eða götumatur eins og sagt er á góðri íslensku úr umhverfinu í Kaliforníu. Ég er til að mynda að fara af stað með fyrirtæki í LA í haust byggir á þeirri heimspeki sem ber nafnið Sólfood.þann treiðanna i Helgasona hennar og töfrar eldhmatreiða snillingur að bera fram rkista og bj

Töflumatseðill þar sem matur og munúð er í forgrunni

Það má með sanni segja að Geiri eldi og töfri fram sælkerarétti af natni og ástríðu og matur og munúð sé í forgrunni. „Matseðillinn á Hótel Flatey í sumar er töfluseðill þar sem ég er með frekar fáa rétti og enn er sífellt að breyta um og nota ferskasta hráefnið sem ég kemst yfir að hverju sinni. Maturinn er sóttur í matarkistu Breiðarfjarðar og er undir áhrifum af eldamennsku minni í New Orleans og LA. „Have„ það er mikið bragð af matnum mínum án þess að vera of kryddað eða sterkt. Þetta jafnvægi er galdurinn.“

M&H Friðgeir Trausti Helgason Flatey 3

Geiri með rababarann sem vex út í Flatey og er afar vinsæll út í hinn fræga kokteil, Flahitó./Ljósmyndir aðsendar.

M&H Friðgeir Trausti með þarann -Flatey

Geiri sækir þarann sem hann þurrkar og nýtir meðal annars með sjávarréttum og útfærir að skemmtilegan hátt./Ljósmyndir aðsendar.

M&H Friðgeir Trausti Flatey5

Einn af hans vinsælum réttum með kavíar og brakandi þara./Ljósmyndir aðsendar.

M&H Friðgeir Trausti Flatey 7

Matur og munúð er aðalmerki Geira./Ljósmyndir aðsendar.

M&H Friðgeir Trausti Flatey 8

Sjávarréttarsúpan með öllu ferskasta sjávarfanginu úr Breiðafirði./Ljósmyndir aðsendar.

M&H Friðgeir Trausti Helgason Flatey

Kríurnar fá líka að njóta hjá Geira þegar hann verkar fiskinn./Ljósmyndir aðsendar.

M&H Flatey

Falleg náttúran í Flatey og húsin skarta sínu fegursta./Ljósmyndir aðsendar.

M&H Friðgeir Trausti Helgason Flatey

Falleg mynd eftir Geira af húsum út í Flatey sem öll bera nafn./Ljósmynd Friðgeir Trausti Helgason