Leik­skóla­stjórar neyddir í erfiðar á­kvarðanir – Kol­brún birtir bréf til for­eldra: „Þetta er af­leitt“

Kol­brún Baldurs­dóttir, odd­viti Flokk fólksins í borgar­stjórn Reykja­víkur, skrifar um skóla­mál í Frétta­blaðinu í dag og segir starfs­fólk leik­skólanna í ó­bæri­legum að­stæðum.

„Dag hvern er það að reyna að redda málum en mann­ekla er slík að skipu­leggja þarf skerðingar þjónustu frá degi til dags. Þrátt fyrir á­kall for­eldra og leik­skóla­starfs­fólks heyrist lítið frá meiri­hluta borgar­stjórnar. Fjöldi for­eldra fær reglu­lega bréf frá leik­skóla­stjórum þar sem þeir lýsa á­standinu,“ skrifar Kol­brún.

Hér er brot úr einu slíku sem Kol­brún birtir:

„Kæru for­eldrar, okkur þykir það miður en við þurfum að bregðast við og loka deildum eins og við gerðum í síðustu viku. Vonandi fer þessu að linna, við erum að reyna að gera okkar allra besta til þess að aug­lýsa eftir fólki og skipta fólki sem er hér við störf á milli deilda.“

Og niður­lag bréfsins er svona:

„Ég þakka ykkur kæru for­eldrar fyrir þolin­mæðina. Við vitum að þetta er mjög erfitt fyrir ykkur. Því er ekki annað að gera í stöðunni en að leggja fram á­ætlun í hið minnsta næstu viku en hugsan­lega verðum við að halda þessu eitt­hvað á­fram. Við ætlum að halda á­fram þessu plani og loka deildunum á sömu dögum og í síðustu viku en það kemur sér best fyrir okkur og við getum þá betur sinnt þörfum barnanna.“

„Hversu lengi á starfs­fólk að halda sjó í þessu á­standi og hvernig eiga for­eldrar að geta sinnt vinnu og námi? Þetta er af­leitt og ekki sést að mikið, ef nokkuð, sé gert í málunum. Meiri­hlutinn hefur gefist upp en hann er samt sá eini sem getur gert eitt­hvað enda sá sem heldur utan um pyngju borgar­sjóðs,“ skrifar Kol­brún.

Hún segir að það er ekki hægt að sinna öllum málum þegar fjár­málin eru á heljar­þröm en það er hægt að for­gangs­raða í þágu dag­legra þarfa borgar­búa.

„Flokkur fólksins hefur í­trekað kallað eftir upp­stokkun í borgar­kerfinu og að þjónusta við fólk verði sett í for­gang.

Þriðju­daginn 7. febrúar er um­ræða um mann­eklu­vandann í borgar­stjórn að beiðni borgar­full­trúa Flokks fólksins í tengslum við til­lögu Flokks fólksins um heim­greiðslur til for­eldra sem eitt af úr­ræðum í boði.“

„Um er að ræða greiðslur til for­eldra yngstu barnanna á meðan beðið er eftir leik­skóla­plássi. Þetta úr­ræði væri val fyrir þá for­eldra sem hafa tæki­færi til að vera á­fram heima eftir fæðingar­or­lof. Heim­greiðslu­úr­ræðið myndi því mögu­lega létta á á­lagi vegna mann­eklu og stytta bið­lista leik­skólanna,“ skrifar Kol­brún að lokum.