„Leiðin­legt að horfa upp á ó­prúttna aðila nota nafn Póstsins til að svíkja fólk“

Ó­prúttnir aðilar eru að senda tölvu­pósta í nafni Póstsins í þeim til­gangi að komast yfir kor­ta­upp­lýsingar fólks. Pósturinn varar ein­dregið við því að smella á hlekki sem fylgja þessum póstum og undir engum kring­um­stæðum ætti að gefa upp kor­ta­upp­lýsingar eða aðrar per­sónu­legar upp­lýsingar.

Þetta kemur fram í til­kynningu sem Pósturinn sendi frá sér. Bent er á að þeir við­skipta­vinir sem eiga von á sendingum geti eftir sem áður fylgst með ferðum þeirra á heima­síðu Póstsins, posturinn.is.

„Við viljum að það sé alveg skýrt að þessir póstar koma ekki frá okkur, það er mjög leiðin­legt að horfa upp á ó­prúttna aðila nota nafn Póstsins til að svíkja fólk. Við hvetjum alla til að huga vel að því hvort þeir eigi von á sendingum og minnum á að ef greiða á af sendingu á netinu hjá okkur þarf alltaf að skrá sig inn á örugga síðu á minn­postur.is,“ segir Sesselía Birgis­dóttir, fram­kvæmda­stjóri þjónustu- og markaðs­sviðs, í til­kynningunni.