Kristinn Jónsson er látinn

Kristinn Jónsson, prentari og fyrrverandi formaður KR, er látinn, 81 árs að aldri. Kristinn lést á Landspítalanum síðastliðinn mánudag. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Kristinn stofnaði Formprent árið 1970 og stýrði því allar götur síðan. Margir muna eftir Kristni úr gullaldarliði KR í knattspyrnu, en hann hóf meistaraflokksferil sinn árið 1959. Alls lék hann 81 leik með félaginu og varð hann Íslandsmeistari með því árið 1965 og bikarmeistari 1962, 1964, 1966 og 1967.

Hann var gegnheill KR-ingur og formaður knattspyrnudeildar félagsins á árunum 1976 til 1980. Hann var svo kjörinn formaður félagsins árið 1991 og var formaður allt til ársins 2003. Hann var gerður að heiðursfélaga árið 1999. Þá hlaut hann silfurmerki KSÍ árið 1987 og gullmerki árið 1992.

Kristinn var einnig virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og sinnti ýmsum störfum innan flokksins. Eiginkona hans er Björk Aðalsteinsdóttir og eru börn þeirra fimm talsins; Jón Aðalsteinn, Guðný Hildur, Hilmar Þór og Arna Björk.