Kona sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í gærmorgun er látin. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfesti þetta við mbl.is.
Margeir segir að málið sé í rannsókn og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.
Mikill viðbúnaður var við Lágafellslaug í gær og veitti Rauði krossinn starfsfólki laugarinnar áfallahjálp.