Konan sem fannst í Lágafellslaug er látin

Kona sem fannst með­vitundar­laus í Lága­fells­laug í Mos­fells­bæ í gærmorgun er látin. Margeir Sveins­son að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn stað­festi þetta við mbl.is.

Margeir segir að málið sé í rann­sókn og að ekki verði veittar frekari upp­lýsingar að svo stöddu.

Mikill við­búnaður var við Lágafellslaug í gær og veitti Rauði krossinn starfs­fólki laugarinnar á­falla­hjálp.