KFC í við­ræðum um opnun á Akur­eyri

Frægasta kjúk­linga­bita­keðja heims, KFC, á nú í við­ræðum við fast­eigna­fé­lagið Klettás um mögu­lega opnun nýs KFC staðar við Norður­torg á Akur­eyri. Stjórn­endur KFC hafa í tuttugu ár reynt að opna stað fyrir norðan, án árangurs.

Helgi Vil­hjálms­son, betur þekktur sem Helgi í Góu, fram­kvæmda­stjóri KFC, segir við Visi.is að ekki sé komin al­vara í sam­ræðurnar. Þær séu þó heitar.

„Við erum búin að vera að skoða staði síðustu tíu árin en þeir sem stjórna bæjar­fé­laginu hafa ekkert haft á­huga á okkur,“ segir Helgi. Hann segist hafa fundið fyrir miklum á­huga Akur­eyringa á kjúk­linga­staðnum.

„Það er svo skrítið með bæjar­fé­lög að þau eru eigin­lega á móti mönnum sem eru að reyna að gera eitt­hvað, það er mín reynsla eftir 50 ár. Við þurfum að skríða eftir því að fá lóðir undir iðnað eða fyrir­tæki svo koma Ameríkanar í Garða­bæ með Costco verslun og bensín og þeir fengu lóð í hvelli,“ segir Helgi.

„Það er stór­furðu­legt að þurfa að eyða mörgum árum í fá lóð til að fá fólk í vinnu. Maður spyr sjálfan sig hvað er að bæjar­fé­laginu.

Þeir ættu að vera inn á gafli hjá mönnum sem nenna að byggja og skaffa bæjar­fé­laginu tekjur og nenna að standa í þessu en það er þver­öfugt. Maður er eigin­lega búinn að eyði­leggja á sér hnén með því að skríða eftir þessu.“