Keikó lenti á þessum degi í Vestmannaeyjum

Frægasti Hollywood leikari Íslandssögunnar, hvalurinn Keikó, kom til Vestmannaeyja á þessum degi fyrir 23. árum. Hann er frægastur fyrir hlutverk sitt sem Willy í kvikmyndunum Free Willy, Free Willy 2: The Adventure Home og Free Willy 3: The Rescue. Keikó lést úr lungnasjúkdómi við strendur Noregs árið 2003.

Keikó fæddist við Íslandsstrendur árið 1976. Þegar hann var tveggja ára var hann fangaður og seldur til þjálfunar, en þjálfunina annaðist bandaríski sjóherinn í fyrstu. Snert var á hvernig háhyrningar voru fangaðir við Íslandsstrendur í myndinni Blackfish sem fjallaði um Tilikum.

Árið 1993 sló Keikó í gegn í kvikmyndinni Free Willy. Segja má að sannkallað Háhyrningsæði hafi riðið yfir heimsbyggðina í kjölfarið en Keikó lék einnig í framhaldsmyndunum tveimur; Free Willy 2: The Adventure Home sem kom út 1995 og Free Willy 3: The Rescue sem birtist bíógestum árið 1997.

Á þessum degi 9. september 1998 var Keikó svo fluttur aftur til Íslands þar sem átti að gera honum kleift að lifa eins og aðrir háhyrningar og að því búnu átti að sleppa honum lausum.

Hallur Hallsson var talsmaður Keikó.

Þjálfunin fór fram við Vestmannaeyjar, og fylgdi honum heill hópur af aðstoðarfólki sem ætlaði að aðstoða við það. Hallur Hallsson varð talsmaður Keikó.

Honum var sleppt frá Vestmannaeyjum árið 2002 en í september það ár varð vart við hann við Helsa í Noregi þar sem íbúar sáu til hans og léku jafnvel við hann. Þann 10. desember 2003 greindist hann með lungnasjúkdóm sem síðar varð honum að bana þann 12. desember sama ár.

Hér má sjá Keikó sýna leiksigur í Free Willy