Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem afplánar nú sex ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum, segist sitja saklaus inni.
Hann ætlar að fara með málið til Mannréttindadómstól Evrópu og segir heimildarmynd um sögu sína í bígerð. Þetta kemur fram á heimasíðu söfnunar sem Jóhannes opnað í fyrra dag en Vísir.is segir frá.
Jóhannes var dæmdur árið 2021 í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni. Dómur hans var síðan þyngdur um eitt ár í Landsrétti. Í janúar 2022 var hann síðan sakfelldur í fimmta málinu í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa nauðgað konu á nuddstofu sinni árið 2012.
Á Gofundme síðunni sem Jóhannes opnaði segist hann sitja saklaus inni. „Ég er að afplána sex ára dóm eftir að hafa verið sakfelldur árið 2022, vegna meintra brota sem eiga að hafa átt sér stað frá 2010 til 2011.“
„Með aðferðum mínum var ég ekki einungis að lækna fólk sem var að glíma við ranga líkamsstöðu eða áföll, heldur var einnig að hjálpa konum sem áttu erfitt með að stunda kynlíf vegna áfalla eða örvefja.“
Hann segir að í starfi sínu sem meðhöndlatir hafi hann ekki hikað við að hætta sér þangað sem aðrir meðferðarðilar hafi ekki þorað.
„Eftir á að hyggja, þá er mér ljóst að ég gerði mistök með því að láta skjólstæðinga mína ekki skrifa undir bindandi samninga fyrr en árið 2014. Þegar hin svokallaða Metoo „bylting“ hófst varð ég ákjósanlegt skotmark fyrir nokkra af mínum fyrrverandi skjólstæðingum, sem komu auga á auðvelda leið til að græða peninga. Þær bjuggu til Facebook hóp þar sem þær settu fram allskyns rógburð, og á sama tíma hvöttu þær aðrar konur til að slást í lið með sér. Þær fengu meðbyr, og með stuðningi frá öðrum nýgræðingum í meðferðaraðilastéttinni tókst þeim að grafa svoleiðis undan stofunni minni að ég gafst loksins upp!“
„Á 18 ára ferli mínum hef ég veitt yfir 200 meðferðartíma, til kvenna sem þurftu sérmeðferð á kynfærasvæðinu. Allt í allt hef ég skráð hjá mér rúmlega 30 þúsund meðferðartíma, þar sem stór hluti skjólstæðinga minna voru atvinnufólk í íþróttum,“ segir á síðunni í endursögn Vísis.is
Hann segir síðan að þeir sem njóti velgengni á Íslandi séu öðruvísi en aðrir og neiti að beygja sig undir hefðir. Þeir séu útskúfaðir úr samfélaginu.
„Áður fyrr var fólk eins og ég brennt á báli. Í dag eiga slíkar aftökur sér stað í jöfnum mæli, með nútímalegum hætti, af fjölmiðlum og áhrifahópum.“
„Ég var tekinn af lífi án dóms og laga, af réttarkerfinu í mínu eigin landi, það er enn erfiðara að horfast í augu við það.“
Hægt er að lesa umfjöllun Vísis hér.