Jóhannes segist sitja sak­laus inni: „Þegar hin svo­kallaða Met­oo „bylting“ hófst varð ég á­kjósan­legt skot­mark“

Jóhannes Tryggvi Svein­björns­­son, sem af­plánar nú sex ára dóm fyrir kyn­ferðis­brot gegn fjórum konum, segist sitja sak­laus inni.

Hann ætlar að fara með málið til Mann­réttinda­dóm­stól Evrópu og segir heimildar­mynd um sögu sína í bí­gerð. Þetta kemur fram á heima­síðu söfnunar sem Jóhannes opnað í fyrra dag en Vísir.is segir frá.

Jóhannes var dæmdur árið 2021 í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á með­ferðar­stofu sinni. Dómur hans var síðan þyngdur um eitt ár í Lands­rétti. Í janúar 2022 var hann síðan sak­felldur í fimmta málinu í Héraðs­­dómi Reykja­ness fyrir að hafa nauðgað konu á nudd­­stofu sinni árið 2012.

Á Gofundme síðunni sem Jóhannes opnaði segist hann sitja sak­laus inni. „Ég er að af­plána sex ára dóm eftir að hafa verið sak­felldur árið 2022, vegna meintra brota sem eiga að hafa átt sér stað frá 2010 til 2011.“

„Með að­ferðum mínum var ég ekki einungis að lækna fólk sem var að glíma við ranga líkams­stöðu eða á­föll, heldur var einnig að hjálpa konum sem áttu erfitt með að stunda kyn­líf vegna á­falla eða ör­vefja.“

Hann segir að í starfi sínu sem með­höndlatir hafi hann ekki hikað við að hætta sér þangað sem aðrir með­ferðarðilar hafi ekki þorað.

„Eftir á að hyggja, þá er mér ljóst að ég gerði mis­tök með því að láta skjól­stæðinga mína ekki skrifa undir bindandi samninga fyrr en árið 2014. Þegar hin svo­kallaða Met­oo „bylting“ hófst varð ég á­kjósan­legt skot­mark fyrir nokkra af mínum fyrr­verandi skjól­stæðingum, sem komu auga á auð­velda leið til að græða peninga. Þær bjuggu til Face­book hóp þar sem þær settu fram alls­kyns róg­burð, og á sama tíma hvöttu þær aðrar konur til að slást í lið með sér. Þær fengu með­byr, og með stuðningi frá öðrum ný­græðingum í með­ferðar­aðila­stéttinni tókst þeim að grafa svo­leiðis undan stofunni minni að ég gafst loksins upp!“

„Á 18 ára ferli mínum hef ég veitt yfir 200 með­ferðar­tíma, til kvenna sem þurftu sér­með­ferð á kyn­færa­svæðinu. Allt í allt hef ég skráð hjá mér rúm­lega 30 þúsund með­ferðar­tíma, þar sem stór hluti skjól­stæðinga minna voru at­vinnu­fólk í í­þróttum,“ segir á síðunni í endur­sögn Vísis.is

Hann segir síðan að þeir sem njóti vel­gengni á Ís­landi séu öðru­vísi en aðrir og neiti að beygja sig undir hefðir. Þeir séu út­skúfaðir úr sam­fé­laginu.

„Áður fyrr var fólk eins og ég brennt á báli. Í dag eiga slíkar af­tökur sér stað í jöfnum mæli, með nú­tíma­legum hætti, af fjöl­miðlum og á­hrifa­hópum.“

„Ég var tekinn af lífi án dóms og laga, af réttar­kerfinu í mínu eigin landi, það er enn erfiðara að horfast í augu við það.“

Hægt er að lesa um­fjöllun Vísis hér.