Jakob Bjarnar bað Braga Pál um að drepa Ágúst Borgþór

Jakob Bjarnar bað rithöfundinn Braga Pál Sigurðarson um að drepa blaðamanninn Ágúst Borgþór Sverrisson í næstu bók sinni. Jakob upplýsti hlustendur um þetta á dögunum í nýju hlaðvarpi Harmageddon en ummælin voru sögð á laufléttum nótum í gríni.

Þar ræddi Frosti Logason við Jakob Bjarnar um ýmislegt og barst talið að listamannalaunum. Bragi Páll fór mikinn fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að hann hafði ekki fengið úthlutun í ár og barst talið að rithöfundinum sem sló í gegn með bók sinni Arnaldur Indriðason Deyr.

„Tilgangurinn er illa skilgreindur,“ segir Jakob um listamannalaunin. Jakob sagðist hafa miklar mætur á Braga Páli sem rithöfundi.

„Þetta er alveg dúndurstöff,“ segir Jakob um nýjustu bók Braga sem sló í gegn fyrir jól. Barst þá talið að frétt DV um málið, sem Ágúst Borgþór skrifaði.

„Ágúst Borgþór sópaði upp einhverjum Facebook status. Bragi Páll fékk ekki listamannalaun og margir undrandi yfir því, ekki síst hann sjálfur, hann var mjög reiður,“ segir Jakob.

„Ég ætlaði bara að segja þér þetta í gamni mínu því ég ætlaði mér að reyna að fjalla um þetta í gær og var í sambandi við Braga Pál og þá var búið að sópa þessu svona upp og fleyta rjómann ofan af súpunni,“ segir Jakob hlæjandi.

„En ég að semsagt Braga Pál um að drepa Ágúst Borgþór í næstu bók sinni,“ segir blaðamaðurinn og skellir upp úr.