Íslenskir kakkalakkar geta auðveldlega komist á milli íbúða í fjölbýli

Kakkalakkar geta auðveldlega komist á milli íbúða í fjölbýlishúsum hér á landi. Þetta segir Guðmundur Óli Scheving, meindýraeyðir í viðtali í síðdegisútvarpi Rásar 2.

„Það fóru í kringum 70-80 þúsund manns til Tenerife núna á þessum þremur, fjórum mánuðum sem liðnir eru og svo erum við að fá tvær milljónir manna frá löndum þar sem svona dýr eru land­læg.Við erum dug­legust við að dreifa þessu,“ segir Guðmundur sem segir þrjár tegundir hafa gert sig heimakærar á Íslandi.

„Þetta er að koma upp annað kastið og þetta fer náttúru­lega á milli hæða, þetta fer í gegnum loft­ræsti­kerfin og fer þannig á milli hæða, þannig fólk hefur veriðað glíma við þetta í fjöl­býlis­húsi, ég veit það,“ segir Guðmundur.

„Það eina sem hægt er að gera er að reyna að veiða þetta. Það eru til sér­stök hormóna­spjöld sem eru ein­göngu fyrir kakka­lakka og þetta eru mjög öflug spjöld sem eru búin til í Japan og þau taka allt, líka litlu kakka­lakkana, sem eru á ferðinni líka.“

Hvar límir maður þetta?

„Þetta er svona eins og lítil gildra með æti í og þeir koma í þessu í um­vörpum og spjöldin fyllast af þessu ef það er mikið um þá. En þetta líka tæmir í­búðina.“

Guðmundur segir oft á tíðum rosa­lega erfitt að eiga við kakka­lakka. „Vegna þess að ef þú ert að eitra fyrir þessum dýrum, og ef það mis­heppnast eitrunin þá þarftu að skipta um efni og þú getur ekki notað sama efnið,“ segir Guðmundur.

Spurður hvaða skaða kakka­lakkar geta unnið segir Guðmundur:

„Þeir eru náttúru­lega í mat, það er aðal­lega það. Þeir eru á fullu í öllum mat og það er ó­líft af þeim og svo er þetta að fjölga sér, þannig að allt í einu eru kakka­lakkar komnir út um allt hjá þér.“

Eru þetta stór kvikindi?

„Þetta eru mis­munandi tegundir. Ef þetta er ameríska kakka­lakkinn þá er hann sú stærsta sem við erum að fá hingað. Hann er ein­mitt á Tenerife og Spáni og þessum stöðum,“ segir Guðmundur.

„Svo erum við með þýskan kakka­lakka, sem er enn­þá minni. Síðan erum við að fá þennan austur­lenska, hann er að láta sjá sig aftur og aftur.“