Fyrsta flug PLAY til Liverpoolborgar í Englandi var farið í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á beint áætlunarflug frá Íslandi til borgarinnar sem jafnan er tengd við knattspyrnuliðið Liverpool en þar má einnig finna enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Félagið á tryggan stuðningsmanna hóp hér heima og um borð í vélinni í morgun voru nokkrir íslenskir stuðningsmenn Everton á leið á leik.
Þetta kemur fram í frétt Fréttablaðsins.
Þeir fengu heldur betur óvænta móttökur við komuna á John Lennon flugvöllinn í Liverpool fyrr í dag því þar var mættur enginn annar en Nathan Patterson, leikmaður Everton og skoska landsliðsins í knattspyrnu.
Frá þessu segir í fréttatilkynningu frá Everton en Nathan segir það hafa verið mjög skemmtilegt að hitta íslensku stuðningsmenn Everton.
„Það er mjög virðingarvert að stuðningsmenn leggi á sig svona ferðalög til þess að fylgjast með liðinu og að sama skapi er ánægjulegt að geta gefið eitthvað til baka til þeirra eins og við gerðum hér í dag.
Talsmaður John Lennon flugvallarins segir íslensku stuðningsmennina hafa verið himinlifandi með þetta uppátæki. En mynd af þeim með Nathan Patterson má hér fyrir neðan:
