Ís­lendingar í jóm­frúar­flugi PLAY til Liver­pool­ fengu ó­væntar mót­tökur: „Á­nægju­legt að geta gefið til baka“

Fyrsta flug PLAY til Liver­pool­borgar í Eng­landi var farið í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á beint á­ætlunar­flug frá Ís­landi til borgarinnar sem jafnan er tengd við knatt­­spyrnu­liðið Liver­pool en þar má einnig finna enska úr­vals­deildar­fé­lagið E­ver­ton. Fé­lagið á tryggan stuðnings­manna hóp hér heima og um borð í vélinni í morgun voru nokkrir ís­lenskir stuðnings­menn E­ver­ton á leið á leik.

Þetta kemur fram í frétt Frétta­blaðsins.

Þeir fengu heldur betur ó­vænta mót­tökur við komuna á John Lennon flug­völlinn í Liver­pool fyrr í dag því þar var mættur enginn annar en Nat­han Patter­son, leik­maður E­ver­ton og skoska lands­liðsins í knatt­spyrnu.

Frá þessu segir í frétta­til­kynningu frá E­ver­ton en Nat­han segir það hafa verið mjög skemmti­legt að hitta ís­lensku stuðnings­menn E­ver­ton.

„Það er mjög virðingar­vert að stuðnings­menn leggi á sig svona ferða­lög til þess að fylgjast með liðinu og að sama skapi er á­nægju­legt að geta gefið eitt­hvað til baka til þeirra eins og við gerðum hér í dag.

Tals­maður John Lennon flug­vallarins segir ís­lensku stuðnings­mennina hafa verið himin­lifandi með þetta upp­á­tæki. En mynd af þeim með Nat­han Patter­son má hér fyrir neðan: