Royal Copenhagen hefur nú svipt hulunni í annað sinn á einu og hálfu ári af glænýju matarstell sem kallast „Blueline“.
Við þekkjum áferðin og blæbrigðinu í nýja matarstellinu vel, því grunnurinn er oftast sá sami, stílhrein áferðin, hvítt postulín með riffluðum köntum og bláu munstri. Mjög fínleg handmáluð lína skreytir brúnirnar ásamt bláum stimpli sem sést efst á diskum og á botninum í bollum og skálum allt í anda hefðirnar hjá Royal Copenhagen. Nýja línan er stílhrein og fáguð með einföldu „pennastriki“ eða „blueline“, og má vel blanda stellinu saman við aðrar týpur frá Royal Copenhagen sem prýddar eru stórum blómamunstrum. Gaman að geta skreytt matarborðið fyrir boðið með því að blanda saman stellunum á margvíslegan hátt og leika sér með formin.

Stílhreint og fágað í anda hefðirnar hjá Royal Copenhagen. Hringbraut.is/Royal Copenhagen

Nýja línan í matarstellinu ber heitið „Blue line.“ Hringbraut.is/Royal Copanhagen

Fínleg og vönduð handmálun þar sem fágunin er í fyrirrúmi. Hringbraut.is/Royal Copanhagen