Hulda birtir 9 reglur um hvernig á að koma fram við Vegana um jólin

Það eru ekki allir í hamborgarhrygg og rjóma um jólin, sístækkandi hluti Íslendinga er vegan og vilja þeir njóta jólanna með öllum hinum án þess að gera mataræði sitt að neinu vandamáli.

Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage hefur birt lista af reglum um hvernig koma á fram við Vegana um jólin. „Ef þið hafið svoleiðis í kringum ykkur þá vil ég koma með tips og þið vegönin megið bæta við,“ segir hún á Twitter.

Reglurnar eru eftirfarandi:

„1. Vegan brandarar eru ekkert fyndnir.

  1. Ekki borða allan matinn frá okkur. Ekki setja áhöld úr kjöt og afurðum í vegan matinn.
  2. Kál og tómatur er ekki máltíð.
  3. Komdu til móts við veganið.
  4. Við viljum líka eftirrétt.
  5. Nei, við borðum ekki fisk.
  6. Nei við svindlum ekki um jólin.
  7. Ef þú vilt við séum velkomin vertu þá með veitingar sem henta okkur og öllum líka.
  8. Spurðu veganið ef þú kannt ekki eða veist ekki eða googla.“

Listinn hefur vakið mikla lukku og er nú kominn í dreifingu víða.