Hörður í vanda með Face­book: Algó­ritminn segir nei

Hörður Ágústs­son, eða Höddi í Macland, er í stökustu vand­ræðum með að aug­lýsa drykkinn sinn, rúsínu­drykkinn Club Mate sem slegið hefur í gegn í völdum kreðsum á sam­fé­lags­miðlum. Höddi lýsir vand­ræðum sínum á Face­book hópnum Markað­s­nördar þar sem hann biður um ráð.

„Hæ, ég er með um­boðið fyrir Club Mate á Ís­landi og hef síðustu 12 mánuði reynt að fá Face­book og Insta­gram til að leyfa mér að aug­lýsa vöruna á þeirra miðlum. Það hefur gengið brösug­lega, vægast sagt.
Í stuttu máli þá heldur al­gorit­hmi Face­book að þessi mynd sé af bjór,“ segir Hörður.

„Eftir 20+ manual revi­ew, 2 sím­töl og ótal sam­skipti í gegnum Face­book Chat þá er ég staddur þar að ég get enn ekki aug­lýst vöruna.

Ráðið sem Meta Concier­ge að nafni Adam gat gefið mér var að nota mynd af vörunni þar sem hún lítur ekki út eins og bjór í augum Face­book al­gorit­hmans. Ég er ekki að grínast.

Hann nefndi líka að þar sem al­gorit­hminn ræður og engin leið fyrir mann­eskju til að segja við kerfið : "Heyrðu hann Hörður er ekkert að selja bjór, þetta er bara gos" þá ætti ég að í­huga að sækja um leyfi til að selja vörur á Face­book sem inni­halda á­fengi. Sem er auð­vitað rugl, en ég er til í að skoða allt.
Ég væri of­boðs­lega þakk­látur ef ein­hver hér gæti leið­beint mér hvað ég á að gera.“