„Höfum sýnt samheldni, seiglu og sveigjanleika í þessum hremmingum“

Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra segir ljóst að CO­VID-19 heims­far­aldurinn komi til með að hafa mikil á­hrif á ís­lenskt sam­fé­lag en að að það hafi í gegnum hremmingarnar sýnt úr hverju það er gert. „Við eigum sterkar grunn­­stoðir sem hafa sýnt ó­­­trú­­legan sveigjan­­leika á skömmum tíma við erfiðar að­­stæður,“ skrifar Katrín í pistli Frétta­blaðsins í dag.

Hún greinir frá því að skólar hafi um­breytt kennslu­háttum, að fé­lags­legir inn­viðir hafi þurft að bregðast við ger­breyttu á­standi, og að heil­brigðis­kerfið hafi lyft grettis­taki í bar­áttunni. „Sama hvert litið er; í skólum og heil­brigðis­­stofnunum, í verslunum og þjónustu, al­­mennings­­sam­­göngum og svo mætti lengi telja. Við eigum frum­­kvöðla sem hafa bylt starfs­háttum á ör­­skammri stund, hvort sem er í einka­­rekstri eða al­manna­­þjónustu.“

„Við höfum sýnt sam­heldni, seiglu og sveigjan­­leika í þessum hremmingum og þeir eigin­­leikar munu verða til þess að ís­­lenskt sam­­fé­lag á alla mögu­­leika á að koma öflugt sem aldrei fyrr út úr þessum stormi. Það höfum við gert áður og munum gera það aftur,“ segir Katrín enn fremur.

Víðtækar aðgerðir stjórnvalda sætt gagnrýni


Líkt og flestum ætti að vera kunnugt hefur kóróna­veiran haft gífur­leg á­hrif á efna­hags­líf landsins og stefnir at­vinnu­leysi í apríl í fimm­tán prósent. Ferða­þjónustan glímir við gífur­lega erfið vanda­mál þar sem lokað hefur verið á landa­mæri að miklu leyti og neyðast sum fyrir­tæki jafn vel til að leggja niður sína starf­semi.

Annar að­gerðar­pakki stjórn­valda til að bregðast við efna­hags­á­hrifum kóróna­veirunnar var kynntar í vikunni og segir Katrín það vera mark­mið ríkis­stjórnarinnar að tryggja lífs­að­komu fólks. Þá hefur hin svo­kallaða hluta­starfs­leið verið farin, lán og styrkir veittir til fyrir­tækja, gripið hefur verið til skatta­lega ráð­stafana, boðið er upp á sumar­nám og sumar­störf sköpuð fyrir náms­menn, auk þess sem ráðist hefur verið í að­gerðir fyrir við­kvæma hópa.

„Saman­lagt eru þetta yfir­­­grips­­miklar fé­lags­­legar að­­gerðir sem yfir­­völd grípa nú til. En það er líka mikil­­vægt að blása til sóknar,“ segir Katrín auk þess sem hún nefnir að ráðist verði í sam­göngu- og byggingar­fram­kvæmdir og að aukinn kraftur verði settur í rann­sóknir, þróun og skapandi greinar.

Að­gerðar­pakkar stjórn­valda hafa þó sætt tölu­verðri gagn­rýni meðal fólks og halda því margir fram að stór hópur fólks verði undan, þá sér­stak­lega við­kvæmir hópar. Margt er því úr að bæta áður en næsti að­gerðar­pakki verður kynntur.