Hlaðvarpið gefur vel í aðra hönd – Sjáðu hvað Hjörvar græddi í fyrra

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason heldur úti einum vinsælasta hlaðvarpsþætti landsins, Dr. Football. Þar fer Hjörvar yfir allt það sem viðkemur vinsælustu íþrótt heims, knattspyrnu, og fær til sín góða gesti.

Í Viðskiptablaðinu í dag er að finna afkomu 350 samlagsfélaga, en um er að ræða tölur yfir áætlaðan hagnað og launagreiðslur tekjuhæstu samlags- og sameignarfélaga landsins í fyrra byggt á álagningu tekjuskatts.

Eins og Hringbraut greindi frá í morgun var félag þeirra Bubba Morthens og Hrafnhildar Hafsteinsdóttur í efsta sæti í flokki lista- og fjölmiðlafólks. En félag Hjörvars, Doc Media slf. er ekki ýkja langt undan. Hagnaður Doc Media slf. í fyrra nam 26 milljónum króna, rúmum tveimur milljónum króna á mánuði, og námu launagreiðslur sjö milljónum króna.

Hjörvar er einn vinsælasti sparkspekingur landsins og eflaust fáir sem eru jafn vel að sér um fótbolta og hann. Þá er Hjörvar þekktur fyrir fæst annað en að liggja á skoðunum sínum sem virðist falla vel í kramið hjá hlustendum.