Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason verður sjaldan kjaftstopp eins og þeir sem fylgst hafa með honum í fjölmiðlum vita. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, unnusta Hjörvars, er af svipuðu kaliberi en hún er lögmaður og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Hjörvar er virkur á Twitter og um helgina birti hann skemmtilega færslu um Heiðrúnu sem Heiðrún hafði ekki haft fyrir að segja honum frá - einum mesta sparkspekingi þjóðarinnar.
„Í gegnum gleðitíma Covid hefur verið rætt um allan andskotann hér heima en aldrei hefur verið minnst á þetta afrek Heiðrúnar Lind. Ég þurfti óvænt að skoða Ísl.Knattspyrnu 1990 og þá kemur í ljós að konan varð meistari í yngri flokkum. Eitthvað sem mér tókst aldrei (aldrei nálægt),“ sagði Hjörvar sem birti mynd af 4. flokki Skagastúlkna sem urðu Íslandsmeistarar á sínum tíma.
Færsla Hjörvars vakti nokkra athygli en það var þó athugasemd Heiðrúnar sem stal stenunni:
„Það getur víst bara verið ein drottning á hverju heimili. Taldi því best að þegja.“
Í gegnum gleðitíma Covid hefur verið rætt um allan andskotann hér heima en aldrei hefur verið minnst á þetta afrek @heidrun_lind
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) January 9, 2021
Ég þurfti óvænt að skoða Ísl.Knattspyrnu 1990 og þá kemur í ljós að konan varð meistari í yngri flokkum.Eitthvað sem mér tókst aldrei(aldrei nálægt) pic.twitter.com/rUCQciBI4w