Hjalti býður upp á dýrasta ham­borgara Ís­lands­sögunnar: „Stundum langar manni að gera eitt­hvað nýtt“

Hjalti Vignis­son eig­andi ham­borgara­staðarins 2Guys kynnir til leiks dýrasta ham­borga Ís­lands­sögunnar.

Um er að ræða svo­kallaðan góð­gerðar­borgara sem ber nafnið Jay-Z og rennur allur á­góði borgarans í góð­gerðar­mál­efni sem við­skipta­vinurinn velur.

„Til­gangurinn var að búa til dýrasta borgara sem sést hefur á mat­seðli hér á landi og láta gott að sé leiða í leiðinni,“ skrifar Hjalti um málið á sam­fé­lagmiðlum.

Ham­borgarinn saman­stendur af:

Wagyu A5+ ribeye

Djúp­steiktur kónga­krabbi

24 karata gull­húðað kampa­víns­brauð, sér­bakaða af Henry hjá Reyni bakara

Hrá­skinka

Whisk­ey gljái úr tað­reyktu ís­lensku Flóka whisk­ey

Logi, hand­gerður reyktur ís­lenskur cheddar frá Osta­kjallaranum

Salat frá Vaxa

Pikklaður tómatur

Bollin­ger kampa­víns­flaska

Hver pöntun þar að berast að lág­marki með tveggja daga fyrir­vara og kostar 59.900 krónur.