„Þessi á heiður skilið fyrir dugnað,“ segir íbúi í Árbænum í hverfisgrúppu íbúa á Facebook um leið og hann deilir mynd af dugnaðarforki sem hefur vakið athygli margra í hverfinu að undanförnu.
„Alveg sama hvernig viðrar, hann sjænar, tínir rusl og snyrtir líka í kringum Bónus,“ segir íbúinn. Hann bætir við að hann viti að margir hafi séð hann og veltir um leið fyrir sér hvort einhver viti hvað hann heitir.
„Hann á HEIÐURSverðlaun skilið,“ segir íbúinn og bætir við að hann langi að gefa þessum duglega manni einhverskonar viðurkenningu.
Óhætt er að segja að margir taki undir það í athugasemdum.
„Já, sá hann í fyrradag, var mjög ánægð að sjá hvað hann væri að gera,“ segir einn íbúi á meðan annar bætir við: „Algjörlega sammála þér. Íbúar í Árbænum ættu að taka sig saman og verðlauna hann fyrir dugnaðinn.“